About admin42

This author has not yet filled in any details.
So far admin42 has created 9 blog entries.

Opnun sýningar og útgáfu fagnað í Baskalandi föstudaginn 17. júlí 2015

Föstudaginn 17. júlí var dagskrá í San Sebastian/Donostia í Baskalandi þar sem sýningin um Spánverjavígin var opnuð á basknesku, kynnt þrítyngd útgáfa Spánverjavíganna (á basknesku, spænsku og ensku) og flutt ávörp.

Dagskrá má finna hér

 

Myndir frá ráðstefnu 2015

[…]

Sýning um Spánverjavígin opnuð 2015

Laugardaginn 4. júlí kl. 16, var opnuð sýning um Spánverjavígin 1615 í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í tilefni af því að 400 ár eru í haust liðin frá þessum atburðum. Þetta aðeins ein af mörgum opnunum sýningarinnar, en 6. júlí verður hún hún sett upp í Dalbæ á Snæfjallaströnd, um miðjan júli í Byggðasafni Strandamanna og […]

Aðstandendur og þátttakendur á alþjóðlegri ráðstefnu um Spánverjavígin 2015

Hér má sjá nokkra aðstandendur og þáttakendur á alþjóðlegri ráðstefnu um Spánverjavígin í Þjóðarbókhlöðu 20.- 21. apríl 2015  samstarfi Baskavinafélagsins við Gipuzkoa-hérað, Basknesku Etxepare stofnunina, Center for Basque Studies University of Nevada, Reno, Barandiaran Chair for Basque Studies University of California, Santa Barbara, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn.

Útgáfa

Í apríl kom út í samstarfi Baskavinafélagsins við Mál og menningu fjórtyngd útgáfa á Spánverjavígunum 1615 (á íslensku, basknesku, spænsku og ensku). Ritið fæst í helstu bókaverslunum og hjá Forlaginu.

Minningarskjöldur afhjúpaður

Miðvikudaginn 22. apríl 2015 var afhjúpaður  minningarskjöldur um Spánverjavígin á Hólmavík að viðstöddum héraðsstjóra Gipuzkoa, menningarstjóra héraðsins, Illuga Gunnarssyni menningarmálaráðherra og Jónasi Guðmundssyni sýslumanni Vestfjarða.