Tvær kvikmyndir eru í vinnslu um Spánverjavígin á vegum Baska og er sagt frá þeim á vefnum 1615.info sem hefur að geyma miklar upplýsingar um hvalveiðar Baska og Spánverjavígin 1615.

Minningarskilti um Spánverjavígin afhjúpað í Ögri

Laugardaginn 10. október voru liðin 400 ár frá því Ari Magnússon sýslumaður kallaði saman lið í Ögri til aðfarar gegn Böskum sem höfðu komið sér fyrir í Æðey og á Sandeyri á Snæfjallaströnd. Vegna slæms veðurs hélt liðið ekki til Æðeyjar fyrr en þann 13. október. Það kvöld og aðfararnótt þess 14. október 1615 voru 18 Baskar vegnir í Æðey og á Sandeyri, og mun þetta að líkindum mannskæðasta
atlaga hérlendra yfirvalda gegn óvelkomnum útlendingum frá því að eiginlegt ríkisvald komst hér á á árunum 1262 til 1264. Er sagt að lík skipstjórans, Martins de Villafranca, sé dysjað í Ögurhólmum, en það mun hafa rekið þangað. Er þar síðan kölluð Bullufrankagjá.

Baskavinafélagið á Íslandi, Ögur ehf, Sýslumaðurinn á Vestfjörðum og Súðavíkurhreppur stóðu að gerð skiltis um Spánverjavígin sem var afhjúpað við athöfn í Ögri laugardaginn 10. október 2015. Skiltið byggir á efni sýningar Basakvinafélagsins um Spánverjavígin í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Vaxtarsamning Vestfjarða, Uppbyggingarsjóð Vestfjarða og fleiri. Aðalhöfundur texta er Sigrún Antonsdóttir. Guillermo Zubiaga gerði teikningar. Aðalsteinn Svanur Sigfússon gerði kort og Úlfur Kolka og Ólafur J. Engilbertsson sáu um hönnun.

Myndir

 

Opnun sýningar og útgáfu fagnað í Baskalandi föstudaginn 17. júlí

dagskra_17_juli copyFöstudaginn 17. júlí var dagskrá í San Sebastian/Donostia í Baskalandi þar sem sýningin um Spánverjavígin var opnuð á basknesku, kynnt þrítyngd útgáfa Spánverjavíganna (á basknesku, spænsku og ensku) og flutt ávörp.

Dagskrá má finna hér

 

Myndir frá ráðstefnu

(more…)

Sýning um Spánverjavígin opnuð

Gudrun_JavierLaugardaginn 4. júlí kl. 16, var opnuð sýning um Spánverjavígin 1615 í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í tilefni af því að 400 ár eru í haust liðin frá þessum atburðum. Þetta aðeins ein af mörgum opnunum sýningarinnar, en 6. júlí verður hún hún sett upp í Dalbæ á Snæfjallaströnd, um miðjan júli í Byggðasafni Strandamanna og Húnvetninga á Reykjum í Hrútafirði og svo verður hún sett upp á basknesku í Aquarium í Donostia í Baskalandi 17. júlí. Í ágúst verður sýningin opnuð í Þróunarsetrinu á Hólmavík og loks í Þjóðarbókhlöðunni í september.
Guðrún Ólafsdóttir söngkona mun flytja nokkur lög við opnunina ásamt eiginmanni sínum, gítarleikaranum Francisco Javier Jáuregui. Þau gáfu út disk nýlega, þar sem má finna nokkur basknesk þjóðlög í útsetningum Javiers fyrir rödd, fiðlu og gítar og munu þau leika nokkur lög af diskinum. Loks mun Jónas Guðmundsson​ sýslumaður opna sýninguna.
Viðburðurinn er í samstarfi Baskavinafélagsins á Íslandi við Edinborgarhúsið, Byggðasafn Vestfjarða, Vaxtarsamning Vestfjarða og Uppbyggingarsjóð Vestfjarða.

Fólkið á bak við tjöldin

062Hér má sjá nokkra aðstandendur og þáttakendur á alþjóðlegri ráðstefnu um Spánverjavígin í Þjóðarbókhlöðu 20.- 21. apríl 2015  samstarfi Baskavinafélagsins við Gipuzkoa-hérað, Basknesku Etxepare stofnunina, Center for Basque Studies University of Nevada, Reno, Barandiaran Chair for Basque Studies University of California, Santa Barbara, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn.

Útgáfa

Í apríl kom út í samstarfi Baskavinafélagsins við Mál og menningu fjórtyngd útgáfa á Spánverjavígunum 1615 (á íslensku, basknesku, spænsku og ensku). Ritið fæst í helstu bókaverslunum og hjá Forlaginu.