
Guðrún Ólafsdóttir söngkona mun flytja nokkur lög við opnunina ásamt eiginmanni sínum, gítarleikaranum Francisco Javier Jáuregui. Þau gáfu út disk nýlega, þar sem má finna nokkur basknesk þjóðlög í útsetningum Javiers fyrir rödd, fiðlu og gítar og munu þau leika nokkur lög af diskinum. Loks mun Jónas Guðmundsson sýslumaður opna sýninguna.
Viðburðurinn er í samstarfi Baskavinafélagsins á Íslandi við Edinborgarhúsið, Byggðasafn Vestfjarða, Vaxtarsamning Vestfjarða og Uppbyggingarsjóð Vestfjarða.