Gudrun_JavierLaugardaginn 4. júlí kl. 16, var opnuð sýning um Spánverjavígin 1615 í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í tilefni af því að 400 ár eru í haust liðin frá þessum atburðum. Þetta aðeins ein af mörgum opnunum sýningarinnar, en 6. júlí verður hún hún sett upp í Dalbæ á Snæfjallaströnd, um miðjan júli í Byggðasafni Strandamanna og Húnvetninga á Reykjum í Hrútafirði og svo verður hún sett upp á basknesku í Aquarium í Donostia í Baskalandi 17. júlí. Í ágúst verður sýningin opnuð í Þróunarsetrinu á Hólmavík og loks í Þjóðarbókhlöðunni í september.
Guðrún Ólafsdóttir söngkona mun flytja nokkur lög við opnunina ásamt eiginmanni sínum, gítarleikaranum Francisco Javier Jáuregui. Þau gáfu út disk nýlega, þar sem má finna nokkur basknesk þjóðlög í útsetningum Javiers fyrir rödd, fiðlu og gítar og munu þau leika nokkur lög af diskinum. Loks mun Jónas Guðmundsson​ sýslumaður opna sýninguna.
Viðburðurinn er í samstarfi Baskavinafélagsins á Íslandi við Edinborgarhúsið, Byggðasafn Vestfjarða, Vaxtarsamning Vestfjarða og Uppbyggingarsjóð Vestfjarða.