Sunnudaginn 19. apríl 2015

Stórtónleikar í Salnum í Kópavogi kl 19.30
Baskneska þjóðlagasveitin Oreka TX kemur fram ásamt Steindóri Andersen, Hilmari Erni Hilmarssyni, Páli Guðmundssyni og strengjasveit.

Mánudaginn 20. og þriðjudaginn 21. apríl 2015 (Ráðstefnan er á ensku. Dagskrána má sjá HÉR)
Alþjóðleg ráðstefna í Þjóðarbókhlöðu í samstarfi Baskavinafélagsins við Gipuzkoa-hérað, Basknesku Etxepare stofnunina, Center for Basque Studies University of Nevada, Reno, Barandiaran Chair for Basque Studies University of California, Santa Barbara, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn.

Erlendir fræðimenn sem halda erindi eru Xabier Irujo, Viola Miglio, Alavaro Aragon, Rikardo Etxepare, Mari Jose Olaziregi, Aurélie Arcocha-Scarcia, Michael M. Barkham og Tapio Koivukari.

Innlendir fræðimenn verða m.a. Ragnar Edvardsson, Viðar Hreinsson; Torfi Tulinius, Helgi Þorláksson, Magnús Rafnsson, Einar G. Pétursson og Hjörleifur Guttormsson.

Miðvikudag 22. apríl 2015
Afhjúpun minningarskjaldar á Hólmavík að viðstöddum héraðsstjóra Gipuzkoa, menningarstjóra héraðsins, Illuga Gunnarssyni menningarmálaráðherra og Jónasi Guðmundssyni sýslumanni Vestfjarða.

Lok maí/byrjun júní – september/október 2015
Farandsýning um Spánverjavígin á fjórum tungumálum, íslensku, basknesku, ensku og spænsku. Guillermo Zubiaga gerði teikningar. Sýningin verður í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, á Hólmavík, Reykjum í Hrútafirði, Snjáfjallasetri og fleiri stöðum. Hún endar í Þjóðarbókhlöðu í september og október.

Föstudaginn 17. júlí var dagskrá í San Sebastian/Donostia í Baskalandi þar sem sýningin um
Spánverjavígin var opnuð á basknesku, kynnt þrítyngd útgáfa Spánverjavíganna (á basknesku,
spænsku og ensku) og flutt ávörp.

Síðast en ekki síst er útgáfa Spánverjavíganna 1615 (Sannrar frásögu Jóns lærða) á fjórum tungumálum, íslensku, basknesku, ensku og spænsku í samstarfi við Center for Basque Studies og Forlagið einn merkasti viðburður afmælisársins.