Aðalfundarboð Vináttufélags Íslendinga og Baska þriðjudaginn 9. september kl. 17.00
Boðað er til aðalfundar Vináttufélags Íslendinga og Baska þriðjudaginn 9. september kl. 17.00 í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu, Arngrímsgötu 3, 107 Reykjavík.

Dagskrá:

  1. Skýrsla stjórnar og ársreikningur
  2. Starfs- og fjárhagsáætlun 2014
  3. Breytingar á lögum félagsins
  4. Kosning stjórnar
  5. Árgjald
  6. Inntaka nýrra félaga
  7. Önnur mál

Tapio Koivukari segir frá skáldsögunni Ariasman

Viola Miglio segir frá væntanlegri bók sem hefur að geyma greinar um baskneskar rannsóknir og enska þýðingu á Sannri frásögu.

Boðið verður upp á kaffiveitingar.