Lög Baskavinafélagsins á Íslandi

1. grein
Félagið heitir Baskavinafélagið á Íslandi.

2. grein
Félagið er áhugamannafélag áhugafólks um að efla samskipti Íslendinga og Baska og hefur sér fjárhag.

3. grein
Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík.

4. grein
Tilgangur félagsins er að rækta samskipti Íslendinga og Baska og efla rannsóknir á tengslum þeirra fyrr og nú.

5. grein
Markmiðum sínum hyggst félagið ná með því að vera í samstarfi við einstaklinga, félög og fyrirtæki sem áhuga hafa á markmiðum félagsins og jafnframt því  að skapa sér verkefni í samræmi við þau.

6. grein
Stofnfélagar eru: einstaklingar, félög og fyrirtæki sem skrá sig í stofnskrá félagsins innan mánaðar frá stofndegi.

7. grein
Félagsaðild: Rétt til að ganga í félagið hafa allir sem áhuga hafa á samskiptum Íslendinga og Baska.

8. grein
Stjórn Baskavinafélagsins á Íslandi skal skipuð fimm félagsmönnum; formanni, gjaldkera og ritara og tveimur meðstjórnendum. Auk þeirra skulu kosnir tveir varamenn.. Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórnarmenn skulu kosnir til þriggja ára í senn, en kosið skal um tvo stjórnarmenn og tvo skoðunarmenn reikninga á hverjum aðalfundi. Aðeins tveir geta gengið úr stjórn í einu. Formaður skal boða stjórnarmenn á stjórnarfundi þegar þurfa þykir. Formaður annast daglega umsjón félagsins. Firmaritun félagsins er í höndum formanns.

9. grein
Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Halda skal aðalfund árlega (í stað fyrir 1. maí ár hvert). Aðeins félagsmenn hafa atkvæðisrétt. Aðalfund skal boða bréflega og með tölvupósti með viku fyrirvara og geta dagskrár.  Fundurinn er löglegur ef löglega er til hans boðað.  Á aðalfundi félagsins skal stjórn gefa skýrslu og leggja fram ársreikning og starfs- og fjárhagsáætlun. Kosið skal um árgjald og breytingar á lögum félagsins.

10. grein
Árgjald félagsins er ákveðið á aðalfundi ár hvert.

11. grein
Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið í samræmi við tilgang  félagsins.

12. grein
Ákvörðun um slit félagsins verður aðeins tekin á aðalfundi með 2/3 greiddra atkvæða. Eignir félagsins renna í því tilviki til ræðismannsskrifstofu Spánar á Íslandi.

13. grein
Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi . Til að lagabreytingartillaga teljist samþykkt þarf hún að hljóta meirihluta atkvæða á aðalfundi.  Tillögur stjórnar til lagabreytinga skal kynna í fundarboði aðalfundar.  Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi félagsins 20. febrúar 2012 og samþykkt með breytingum á aðalfundi 9. september 2014 og öðlast þegar gildi.

Dagsetning:  9. sepember 2014

Undirritun stjórnar